Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur greinst með lítið, góðkynja æxli í höfði, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ingibjörg Sólrún fékk aðsvif í fyrradag á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur greinst með lítið, góðkynja æxli í höfði, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ingibjörg Sólrún fékk aðsvif í fyrradag á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Hún var færð til rannsókna á Mount Sinai-sjúkrahúsið þar sem í ljós kom lítið góðkynja mein í höfði. Meðhöndla þarf meinið og mun meðferð hefjast um leið og hún kemur hingað til lands á föstudag. Fram að því mun Ingibjörg Sólrún halda áfram þátttöku sinni í dagskrá í tengslum við allsherjarþingið. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu telja læknar ekki þörf á langri fjarveru ráðherra frá vinnu vegna þessa.

lom@24stundir.is