Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri gengis- og efnahagsmála innan ESB, segir að Íslendingar eigi ekki kost á öðru en að ganga í ESB til að geta tekið upp evruna. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar með Almunia í gær.

Joaquín Almunia, framkvæmdastjóri gengis- og efnahagsmála innan ESB, segir að Íslendingar eigi ekki kost á öðru en að ganga í ESB til að geta tekið upp evruna. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar með Almunia í gær.

Ágúst Ólafur Ágústsson og Illugi Gunnarsson, formenn Evrópunefndarinnar, segja að íslenska nefndin hafi fengið alveg skýr svör um að Almunia teldi að breyta þyrfti lögum ESB til að Íslendingar gætu tekið upp evru án inngöngu og að fyrir því væri ekki pólitískur vilji.