Þórarinn Ævarsson
Þórarinn Ævarsson
„ÞAÐ HEFUR ekkert breyst, þessar ágætu tillögur eru þær sömu og við mótmæltum í fyrra.

„ÞAÐ HEFUR ekkert breyst, þessar ágætu tillögur eru þær sömu og við mótmæltum í fyrra. Það er búið að fækka aðeins atvinnuhúsnæði en að sama skapi bæta við íbúðarhúsnæði, þannig að þetta er meira og minna sami grauturinn í svipuðum potti,“ segir Þórarinn Ævarsson, varaformaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi. Í kvöld fer fram kynningarfundur í Kársnesskóla um breytingu á svæðisskipulagi á Kársnesi. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Samvinnunefndar um svæðisskipulag á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt að ná sátt um málið

Þórarinn segir samtökin ekki setja svo mikið út á byggingu á Kársnesi en mótmælin hafi ætíð snúist um aukna umferð á svæðinu sem gatnakerfið í núverandi mynd þoli illa. „Ef bæjarstjórn kemur fram með einhverjar trúverðugar lausnir á því hvernig hægt er að leysa umferðarmálin, s.s. göng til Reykjavíkur eða setja umferð í stokk úr hverfinu, þá myndi ábyggilega nást um málið sátt.“

Reiknað er með fjölda fundargesta og sérstaklega frá nágrannasveitarfélögum.

andri@mbl.is