Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,VIÐ eigum fína möguleika á að vinna titilinn. Það er mikið í húfi hjá Frömurum. Þeir hafa verið á góðu skriði og hafa unnið bæði FH og Val og ég trúi ekki öðru en að þeir stríði Keflvíkingum.

Eftir Guðmund Hilmarsson

gummih@mbl.is

,,VIÐ eigum fína möguleika á að vinna titilinn. Það er mikið í húfi hjá Frömurum. Þeir hafa verið á góðu skriði og hafa unnið bæði FH og Val og ég trúi ekki öðru en að þeir stríði Keflvíkingum. Við verðum hins vegar bara að hugsa um okkur sjálfa og vinna Fylki sem verður alls ekki auðvelt,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, við Morgunblaðið eftir sigurinn á Breiðabliki í gærkvöld en FH er nú tveimur stigum á eftir Keflavík fyrir lokaumferðina.

„Við byrjuðum leikinn af krafti og það létti af okkur pressunni að ná marki svona snemma. Með 3:0 í hálfleik var aðalmálið að halda haus og róa leikinn aðeins niður enda stutt í næsta leik en engu að síður hefði ég viljað fá eitt mark til viðbótar því þá hefðum við jafnað Keflavík á markamun. En við unnum góðan sigur og náðum að setja pressu á Keflvíkinga,“ sagði Heimir.

Tryggvi hefur lokið keppni

Tryggvi Guðmundsson lauk keppni með FH-ingum á þessari leiktíð en Tryggvi tekur út leikbann í leiknum við Fylki á laugardaginn.

,,Það var gaman að klára þetta með stæl en nú verð ég bara að bíða og vona. Keppnismaðurinn í mér kom mér í bann og ég verð örugglega drullustressaður í stúkunni en með þessum sigri settum við þrýsting á Keflvíkingana en það er ansi fúlt að geta ekki gert út um þetta sjálfir. Við förum í Árbæinn til að taka þrjú stig og vonum að Framarar taki stig af Keflavík og ég hef trú á að Auðun Helgason vilji hjálpa sínum gömlu félögum,“ sagði Tryggvi. Við töluðum um það í hálfleik að reyna að koma á þá fleiri mörkum en að sama skapi ekki gleyma okkur í vörninni. Gunni kom okkur til bjargar með því að verja vítið og það gæti reynst dýrmætt,“ sagði Tryggvi, sem átti góðan leik.

Þurfum á hjálp Fram að halda

,,Við kæfðum Blikana strax í byrjun með því að skora og vorum grimmari og betri allan tímann,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga. ,,Við getum ekki farið að hugsa of mikið um hvað gerist í Keflavík. Við verðum bara að vinna Fylki og sjá hverju það skilar. Ég veit að Framararnir munu gera allt sem þeir geta til að vinna Keflvíkingana og miðað við frammistöðu þeirra að undanförnu eru þeir færir um að gera það. Við þurfum á hjálp að halda frá Fram en fyrst af öllu þurfum við að sækja þrjú stig í Árbæinn. 4