LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Íslands stendur fyrir námskeiði um forntraktora á Hvanneyri, laugardaginn 11. október nk. Námskeiðið fer fram í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri kl. 10-17. Námskeiðið er öllum opið.

LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Íslands stendur fyrir námskeiði um forntraktora á Hvanneyri, laugardaginn 11. október nk.

Námskeiðið fer fram í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri kl. 10-17.

Námskeiðið er öllum opið. Það hentar vel þeim sem hafa áhuga á varðveislu forntraktora. Á námskeiðinu verður fjallað um forntraktora á Íslandi og hvernig þeim má gera til góða, hirða þá og varðveita sögu þeirra. Áhersla verður lögð á virkni þátttakenda, á miðlun reynslu og þekkingar um viðfangsefnið og að efla tengsl þeirra.