Atburðarás 26. mars: Jóhann og lykilstarfsmenn embættis hans boðaðir, að eigin sögn fyrirvaralaust, á fund í dómsmálaráðuneytinu. Þar var þeim tilkynnt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði skipt upp í þrjá hluta frá 1.

Atburðarás

26. mars: Jóhann og lykilstarfsmenn embættis hans boðaðir, að eigin sögn fyrirvaralaust, á fund í dómsmálaráðuneytinu. Þar var þeim tilkynnt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði skipt upp í þrjá hluta frá 1. júlí til að „starfsemi embættisins verði löguð að verkaskiptingu innan stjórnarráðsins“. Tollgæslan átti að fara undir fjármálaráðuneyti, öryggisverkefni flugverndar undir samgönguráðuneyti en lög- og landamæragæsla yrði áfram undir dómsmálaráðuneyti. Aðrir starfsmenn heyrðu um breytingarnar í fjölmiðlum.

29. mars: Jóhann segir við 24 stundir að hann geti ekki sætt sig við uppskiptinguna án nokkurra skýringa. Hann óskaði í kjölfarið eftir viðræðum um starfslok sín. Tollgæslu- og lögreglumenn á Suðurnesjum mótmæla uppskiptingunni harðlega.

31. mars: Jóhann er boðaður til fundar með Geir H. Haarde forsætisráðherra til að ræða ósk sína um starfslok. Sama dag fundaði hann einnig með Lúðvík Bergvinssyni, þingflokksformanni Samflykingar, og Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra.

23. maí: Skýrsla Ríkisendurskoðunar gerð opinber. Þar var að mestu leyti tekið undir tillögu Björns um uppskiptingu. Þar sagði einnig að „alvaralegur samskiptavandi“ væri á milli aðilanna.

7. apríl: Þingflokkur Samfylkingar hafnar hugmyndum dómsmálaráðherra um uppskiptingu embættisins. Breyta þarf tollalögum til að hugmynd Björn verði að veruleika og gegn því lagðist samstarfsflokkurinn. Áður hafði ríkisstjórnin samþykkt breytingarnar.

8. september: Jóhanni er tilkynnt með bréfi að staða hans verði auglýst laus til umsóknar þegar skipunartími hans rennur út, 31. mars 2009.

24. september: Jóhann óskar eftir því að fá að hætta störfum.