Hjól Græn umhverfisstefna felst í því að stuðla að því að fleiri hjóli.
Hjól Græn umhverfisstefna felst í því að stuðla að því að fleiri hjóli. — Morgunblaðið/Golli
FULLTRÚAR minnihlutans í borgarstjórn hafa lagt til að hafist verði handa við mótun grænnar umhverfisstefnu í öllum hverfum borgarinnar og verði hún unnin í samráði við íbúasamtök, skóla, hverfisráð og foreldrafélög.

FULLTRÚAR minnihlutans í borgarstjórn hafa lagt til að hafist verði handa við mótun grænnar umhverfisstefnu í öllum hverfum borgarinnar og verði hún unnin í samráði við íbúasamtök, skóla, hverfisráð og foreldrafélög.

Í greinagerð með tillögunni kemur fram að bílaumferð innan hverfa sé alvarleg ógn við lífsgæði gangandi vegfarenda. Margir foreldrar skutli börnum sínum til og frá skóla og tómstundum vegna öryggis þeirra í bílaumferðinni, sem aftur á móti skapi ennþá meiri umferð. Þannig geti skapast vítahringur vaxandi umferðar. Hvetja þurfi því börn til að taka strætó eða ganga þar sem því verði komið við.