Guðjón L. Sigurðsson
Guðjón L. Sigurðsson
HANDKNATTLEIKSDÓMARARNIR Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma leik HSV Hamburg og Tartan Presov í meistaradeild karla í handknattleik 2. október nk. Leikurinn fer fram í Hamborg.

HANDKNATTLEIKSDÓMARARNIR Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæma leik HSV Hamburg og Tartan Presov í meistaradeild karla í handknattleik 2. október nk. Leikurinn fer fram í Hamborg. Þetta er fyrsti leikur þeirra félaga í meistaradeild Evrópu en þeir luku prófi EHF í fyrir ári síðan. Frá þeim tíma hafa þeir dæmt talsvert af leikjum utanlands og fengið góða dóma, svo góða að þeir hafa verið settir á leik í meistaradeildinni. Ingvar og Jónas eru annað íslenska parið sem dæma mun í meistaradeildinni í vetur. Hitt parið skipa þeir Anton Pálsson og Hlynur Leifsson.

„Þeir eru á fljúgandi siglingu um þessar mundir og það er vel að þeim sé treyst fyrir stærri verkefnum. Upphefðin kemur að utan,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Morgunblaðið. Guðjón sagði þá Ingvar og Jónas hafa verið eitt þriggja para sem luku prófi á námskeiði sem Handknattleikssamband Evrópu hélt í sumar. Þeir hefðu dæmt undanúrslitaleik á Evrópumóti U18 ára landsliða í sumar auk þess að dæma tvo leiki í Svíþjóð á dögunum.

„Ingvar og Jónas eru í mikilli sókn og standa sig vel,“ sagði Guðjón en minnti á um leið að aðalverkefni íslenskra dómara væri þó að dæma leiki á Íslandsmótinu. Guðjón lyft hefur grettistaki dómaramálum hér heima síðan hann tók við formennsku dómaranefndarinnar fyrir 2 árum. iben@mbl.is