Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 1,27% í gær og var lokagildi hennar 4.219,86 stig. Gengi bréfa Straums hækkaði um 4,01%, Atorku um 3,97% og SPRON um 3,12%.

Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 1,27% í gær og var lokagildi hennar 4.219,86 stig.

Gengi bréfa Straums hækkaði um 4,01%, Atorku um 3,97% og SPRON um 3,12%.

Gengi bréfa Teymis lækkaði um 38,86%, en aðeins liggja ein viðskipti að baki lækkuninni. Þá lækkaði gengi bréfa Eimskipafélagsins um 1,39% og Bakkavarar um 0,62%.

Velta í Kauphöllinni nam 17,3 milljörðum króna og þar af var velta með hlutabréf 3,4 milljarðar.

Mest var veltan með bréf Kaupþings, eða um einn milljarður króna og þá var 580 milljóna króna velta með bréf Landsbankans.