[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
STRÁKARNIR í No Age kunna heldur betur að rokka; lögin tólf á Nouns ná ekki 31 mínútu – ekkert kjaftæði. Þeir eru bara tveir, gítarleikari og trommari, en hljóma þó oft miklu stærri.

STRÁKARNIR í No Age kunna heldur betur að rokka; lögin tólf á Nouns ná ekki 31 mínútu – ekkert kjaftæði. Þeir eru bara tveir, gítarleikari og trommari, en hljóma þó oft miklu stærri. Hins vegar er hljómur plötunnar þunnur og „lo-fi“ og þótt það sé töff í pönkaðri lögum plötunnar þá líða draumkenndari lögin fyrir það og myndu njóta heillegri hljóðmyndar. Það er bílskúrsstemning hér og stundum er eins og maður sé fluga á vegg á hljómsveitaræfingu. Það er sjarmerandi en vitanlega er nokkur gæðamunur á æfingu og lokasýningu.

Atli Bollason

Sama gatan gengin

The Streets - Evrything Is Borrowed

&sstar;stjörnugjöf: 1&sstar;

EVERYTHING Is Borrowed er fjórða hljóðversplata breska rapparans Mike Skinner sem er betur þekktur undir listamannsnafninu The Streets. Það fyrsta sem vekur atygli við plötuna er að á umslagi hennar er mynd af Skógafossi. Það næsta sem vekur atygli er að Skinner hefur lítið breyst frá því hann gaf út sína fyrstu plötu – hina frábæru Original Pirate Material árið 2002. Rappið er alveg eins, lögin svipuð og fátt nýtt undir sólinni. Platan fer þó mjög vel af stað með hressum og svolítið frumlegum töktum í fyrstu lögunum, en svo tekur meðalmennskan við. Rétt rúmlega meðalgóð plata.

Jóhann Bjarni Kolbeinsson

Einnar viku plata

The French Kicks - Swimming

&sstar;stjörnugjöf: 1

NÚ er ég ekki viss um að tónlistarspekúlantar heimsins fallist á að fjórða plata hverrar hljómsveitar beri einhvern sérstakan keim en alltént virðist manni sem fjórða plata New York-sveitarinnar The French Kicks hefði ekki getað hljómað öðruvísi. Hér eru post-pönk-reynsluboltar að leika sér í ProTools-forritinu og útkoman er á margan hátt áhugaverð. Eftir nokkrar hlustanir fara lögin þó að þreytast og þá verður áferðarfallegur hljómurinn í bland við öll vönduðu mistökin frekar þreytandi. Í gamla daga hefði maður keypt plötuna eftir eina forhlustun í plötubúðinni en séð svo eftir því viku síðar.

Höskuldur Ólafsson

Höf.: Atli Bollason