TVEIR flugmenn hjá félaginu Go á Havaí hafa verið sviptir skírteininu tímabundið vegna þess að þeir sofnuðu undir stýri í stuttu flugi.

TVEIR flugmenn hjá félaginu Go á Havaí hafa verið sviptir skírteininu tímabundið vegna þess að þeir sofnuðu undir stýri í stuttu flugi. Vél þeirra var á leið frá Honolulu til Hilo-alþjóðavallarins með 40 farþega en missti af vellinum vegna þess að mennirnir steinsváfu.

Flugumferðarstjórar reyndu árangurslaust að ná fjarskiptasambandi við mennina og tókst það eftir 17 mínútur, vélin var þá um 20 km frá Hilo. Flugmennirnir sneru þá við og lentu í Hilo. Annar missti skírteinið í 60 daga, hinn í 45 daga. kjon@mbl.is