ÞINGIÐ í Írak samþykkti í gær með miklum meirihluta ný lög um sveitarstjórnakosningar en hart hefur verið deilt um málið í marga mánuði. Er nú stefnt að því að kjósa í janúar en ekki október eins og til stóð.

ÞINGIÐ í Írak samþykkti í gær með miklum meirihluta ný lög um sveitarstjórnakosningar en hart hefur verið deilt um málið í marga mánuði. Er nú stefnt að því að kjósa í janúar en ekki október eins og til stóð.

Samþykktin er talin geta skipt sköpum í viðleitni Bandaríkjamanna við að koma á sáttum milli helstu fylkinga í Írak. Einna harkalegustu deilurnar hafa verið um stöðu olíuborgarinnar Kirkuk sem Kúrdar vilja innlima í svæði sitt í norðaustanverðu landinu.

Niðurstaðan varð að fallast á tillögu Sameinuðu þjóðanna um að þingnefnd fjalli um deilur Kúrda, araba og Túrkmena, eins af mörgum þjóðarbrotum í Írak en þeir eru allfjölmennir í Kirkuk. kjon@mbl.is