Kaj Leo Johannesen
Kaj Leo Johannesen
Á miðvikudag náðist samkomulag um að Kaj Leo Johannesen, leiðtogi Sambandsflokksin, yrði nýr lögmaður Færeyja. Hann tekur við af Jóannesi Eidesgaard sem hefur gegnt því starfi í rúm fjögur ár.

Á miðvikudag náðist samkomulag um að Kaj Leo Johannesen, leiðtogi Sambandsflokksin, yrði nýr lögmaður Færeyja. Hann tekur við af Jóannesi Eidesgaard sem hefur gegnt því starfi í rúm fjögur ár.

Utanríkisráðherra verður Jørgen Niclasen, leiðtogi Fólkaflokksins, og að sögn færeyska útvarpsins þykir líklegt að Eidesgaard taki embætti fjármálaráðherra.

Jafnaðarflokkurinn fær einnig ráðuneyti menntamála og heilbrigðismála.

Kaj Leo er 44 ára gamall og hefur setið á færeyska lögþinginu frá árinu 2001. Hann hefur starfað við sjómennsku og sjávarútveg auk þess að stunda viðskipti. Hann var á tímabili einn þekktasti knattspyrnumaður Færeyja.