Barnavara Lítil hætta er á að melamín sé í mjólkurvörum hér.
Barnavara Lítil hætta er á að melamín sé í mjólkurvörum hér.
Stöðug vöktun er hérlendis og í Evrópu vegna melanín eitrunar í kínversku mjólkurdufti að undanförnu. Ísland er tengt samevrópska viðvörunarkerfinu RASFF sem gerir vart um hættuleg matvæli og fóður sem finnast kann á svæðinu.

Stöðug vöktun er hérlendis og í Evrópu vegna melanín eitrunar í kínversku mjólkurdufti að undanförnu. Ísland er tengt samevrópska viðvörunarkerfinu RASFF sem gerir vart um hættuleg matvæli og fóður sem finnast kann á svæðinu.

RASFF stendur fyrir Rapid Alert System for Food and Feed en Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun er tengiliður Íslands við kerfið. „Þessi vakt er allan sólarhringinn allt árið um kring og við fáum að vita strax af því ef þessi eitrun finnst í matvælum á Evrópusvæðinu. Eins erum við með tengingu inn á Bandaríkjamarkað sem og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) sem er með upplýsingavef um matvælaöryggismál (INFOSAN). Þannig að við erum með stöðuga vöktun á þessu,“ segir hún.

Mjólkurduftið sjálft er ekki á markaði hérlendis að hennar sögn, né hafa fundist vísbendingar um að það gæti verið í vörum sem seldar eru hér á landi. „Það eru allir að leita að því hvort hráefni frá Kína sé hugsanlega notað í aðra framleiðslu, bæði hér heima og erlendis. Sem betur fer hefur fólk ekkert verið spennt fyrir því að flytja dýraafurðir frá Kína hingað til lands,“ segir hún og bætir því við að sérstakt eftirlit sé með öllum innflutningi á vörum sem innihalda einhvern snefil af mjólk. „Þannig að þetta fer ekkert fram hjá okkur í innflutningnum.“

Fundað í dag um viðbrögð

Herdís segir kollega sína um allan heim á varðbergi vegna málsins í Kína. „Já, heilbrigðis- og neytendaráð Evrópu (DG SANCO) verður með fund á morgun [í dag] þar sem rætt verður um hvernig á að bregðast við þessu og setja einhverjar verklagsreglur. Það eru allir á tánum út af þessu.“ ben@mbl.is