NÚ ÞEGAR eru ferðamenn farnir að skreppa út í geim um borð í rússneskum eldflaugum, en svo getur farið að innan nokkurra áratuga verði hægt að fara út fyrir himinhvolfið í risastórri lyftu. Vísindaskáldsöguhöfundurinn Arthur C.

NÚ ÞEGAR eru ferðamenn farnir að skreppa út í geim um borð í rússneskum eldflaugum, en svo getur farið að innan nokkurra áratuga verði hægt að fara út fyrir himinhvolfið í risastórri lyftu. Vísindaskáldsöguhöfundurinn Arthur C. Clarke er talinn hafa fyrstur látið sér detta í hug lyftu út í geim, en japönsk yfirvöld hafa ákveðið að setja smíði slíks mannvirkis á oddinn.

Slík lyfta yrði með annan fótinn á jörðinni og hinn endinn væri festur með þykkum köplum við geimstöð sem er á stöðugum sporbaug um plánetuna. Slík lyfta á að gera flutning á fólki og varningi mun ódýrari en núverandi skutlu- og eldflaugatækni býður upp á. Flutningsgetan myndi einnig gera það mun auðveldara að setja upp og þjónusta byggð mannfólks á tunglinu. bjarni@mbl.is