Á vefsíðu Björns Ófeigssonar, hjartalif.is, er að finna margar upplýsingar um hjartatengd málefni. Hugmyndin að hjartalif.is kviknaði eftir að hann fékk hjartaáfall í febrúar 2003 sem hann ræðir um í viðtali hér til hliðar.

Á vefsíðu Björns Ófeigssonar, hjartalif.is, er að finna margar upplýsingar um hjartatengd málefni. Hugmyndin að hjartalif.is kviknaði eftir að hann fékk hjartaáfall í febrúar 2003 sem hann ræðir um í viðtali hér til hliðar. Á síðunni eru málefni aðstandenda einnig tekin sérstaklega fyrir af unnustu hans, Mjöll Jónsdóttur.

Það er von þeirra að lesningin verði notendum til gagns og jafnvel til skemmtunar.

Fræðslu um málefni hjartans má einnig nálgast á vefsíðu Hjartaverndar, hjarta.is, og vefsíðunni hjartarannsokn.is. Þar má finna allt um áhættumat og áhættureikni sem allir karlar komnir yfir fertugt og konur yfir fimmtugt ættu að kynna sér.

dista@24stundir.is