Dagbók Mjallar 18.09.2007: Flesta daga þá líður dagurinn eins og aðrir dagar. Hjartamálin eru þarna alltaf á bak við og oft ekkert á bak við heldur starandi okkur í andlitið vegna einhvers sem kemur upp.

Dagbók Mjallar 18.09.2007:

Flesta daga þá líður dagurinn eins og aðrir dagar. Hjartamálin eru þarna alltaf á bak við og oft ekkert á bak við heldur starandi okkur í andlitið vegna einhvers sem kemur upp. Hins vegar er líf okkar hversdagslegt og barátta okkar við heilsu Bjössa líka. Við erum nefnilega ekki að berjast við heilan hjartasjúkdóm á hverjum degi. Við erum ekki að slást vegna málaferla við spítalann á hverjum degi. Við erum ekki að takast á við ástandið í heild sinni á hverjum degi. Það eru ákveðnir hlutir sem eru verkefni hvers dags og þeim sinnum við.

Einn daginn getur það verið

vanmáttur, annan dag er það fjárhagurinn, hinn er það reiði yfir að geta ekki tekið þátt í lífinu eins og vilji stendur til og enn annan það að vera hund-

skömmuð á bílastæði við Smáralind af því við lögðum í stæði fyrir fatlaða og Bjössi er ekki í hjólastól.

En alla daga berst Bjössi við verki, mæði, þreytu og það að halda við og búa til líf fullt af tilgangi og stefnu þegar ekki er heilsa til að vinna.