Lokun Mjólkursamsölunnar (MS) á mjólkursamlaginu er liður í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum sem að staðið hafa yfir hjá MS. Magnús Ólafsson forstjóri MS segir fyrirtækið eiga við mjög erfiðan vanda að etja í rekstri.

Lokun Mjólkursamsölunnar (MS) á mjólkursamlaginu er liður í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum sem að staðið hafa yfir hjá MS. Magnús Ólafsson forstjóri MS segir fyrirtækið eiga við mjög erfiðan vanda að etja í rekstri. „Því er ekki að leyna að við höfum átt í miklum erfiðleikum og þessi lokun er liður í aðgerðum til að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins.“

Aðspurður hvort til standi að loka fleiri mjólkursamlögum neitaði Magnús því. „Við hættum við að loka á Egilsstöðum á sínum tíma og hagræddum í rekstri þar í staðinn. Við ætlum ekki að loka öðrum mjólkursamlögum en munum halda áfram að hagræða í rekstri hjá okkur. Við verðum að ná jafnvægi í þennan rekstur, annars lifir fyrirtækið ekki af.

freyr@24stundir.is