[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NEMENDUR allra 6. bekkja grunnskólanna á Akureyri fara í siglingu með trébátnum Húna II nú í haust, þar sem segja má að fram fari verkleg kennsla um lífið í hafinu auk þess sem þau eru frædd um fiskveiðar í gegnum tíðina.
NEMENDUR allra 6. bekkja grunnskólanna á Akureyri fara í siglingu með trébátnum Húna II nú í haust, þar sem segja má að fram fari verkleg kennsla um lífið í hafinu auk þess sem þau eru frædd um fiskveiðar í gegnum tíðina. Krakkar úr Síðuskóla fór í gærmorgun í þessa þriggja klukkustunda kennslustund í nágrenni höfuðstaðar Norðurlands með skipinu glæsilega, ásamt kennurum. Lengst til vinstri skoða Sóldís og Daníel hauskúpu af höfrungi, sem Hreiðar Þór Valtýsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Akureyri sýndi þeim. Í ferðinni fá krakkarnir alltaf að veiða á stöng og smakka grillaðan fisk, sem flestir sporðrenndu með bestu lyst í gærmorgun. Á myndinni í miðjunni er Atli Rúnar stoltur með kola sem hann veiddi og það er Aldís Eir sem stendur við hlið hans. Til hægri kennir Elli P, Elís Pétur Sigurðsson, Thelmu Björk réttu handtökin með veiðistöngina.