Átta konur og tveir karlar féllu fyrir hendi finnska fjöldamorðingjans sem hóf skothríð í iðnskóla í bænum Kauhajoki í gær, að því er lögreglan í bænum greindi frá í dag. Morðinginn, Matti Saari, svipti ennfremur sjálfan sig lífi.

Átta konur og tveir karlar féllu fyrir hendi finnska fjöldamorðingjans sem hóf skothríð í iðnskóla í bænum Kauhajoki í gær, að því er lögreglan í bænum greindi frá í dag. Morðinginn, Matti Saari, svipti ennfremur sjálfan sig lífi.

Finnska rannsóknarlögreglan segir að konurnar hafi allar verið nemendur við skólann, annar karlanna var kennari þar og hinn nemandi.

Erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á fórnarlömbin vegna þess að þau brenndust illa í eldum sem Saari kveikti í morðæðinu.

Skotvopnaeign almennra borgara í Finnlandi er sú þriðja mesta í heiminum, en 56 af hverjum hundrað íbúum Finnlands eiga skotvopn. kga@24stundir.is