HLUTAFÉ Actavis verður aukið um 180 milljónir evra, eða 25 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Novator, með Björgólf Thor Björgólfsson í fararbroddi, leiðir hlutafjáraukninguna.

HLUTAFÉ Actavis verður aukið um 180 milljónir evra, eða 25 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Novator, með Björgólf Thor Björgólfsson í fararbroddi, leiðir hlutafjáraukninguna.

Björgólfur á um 80% í fyrirtækinu og má því ætla að hans hlutur sé um 20 milljarðar. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir þetta gert til að efla og treysta stoðir fyrirtækisins með kröftugri vöruþróun og markaðssetningu. Í tilfelli Björgólfs Thors sé hann einfaldlega að veðja á þann geira. Hjördís Árnadóttir, fjölmiðlatengill Actavis, segir lánsfé ekki liggja á lausu eins og er, og því séu eigendur að styrkja rekstur fyrirtækisins með þessum hætti. camilla@mbl.is