Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,81% í viðskiptum gærdagsins og stendur vísitalan nú í 4.277,29 stigum. Gengi bréfa Straums hækkaði um 0,54% og Icelandair um 0,50%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,81% í viðskiptum gærdagsins og stendur vísitalan nú í 4.277,29 stigum.

Gengi bréfa Straums hækkaði um 0,54% og Icelandair um 0,50%.

Hins vegar lækkaði gengi bréfa SPRON um 4,29%, Alfesca um 1,50% og Atorku um 1,41%.

Velta í Kauphöllinni nam 37,5 milljörðum króna, þar af var velta með hlutabréf 3,8 milljarðar.

Mest var veltan með bréf Glitnis, eða 1,1 milljarður. Þá var um 810 milljóna króna velta með bréf Kaupþings.

Gengi krónunnar veiktist um 0,94% í gær og var lokagildi gengisvísitölunnar 180,1 stig.