Sökk Kraninn á Magna kom að góðum notum við björgun Faxa.
Sökk Kraninn á Magna kom að góðum notum við björgun Faxa.
KAFARAR frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu böndum á trilluna Faxa RE 147 þar sem hún hékk í landfestunum við smábátabryggjuna víð Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn í gær.

KAFARAR frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu böndum á trilluna Faxa RE 147 þar sem hún hékk í landfestunum við smábátabryggjuna víð Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn í gær. Trillan sem er um 5 tonn var búin að taka inn á sig of mikinn sjó til að hægt væri að dæla upp úr henni og var því brugðið á það ráð að koma á hana böndum og láta dráttarbátinn Magna lyfta henni en hann er útbúinn krana.

Um skeið var óttast að olía læki úr trillunni og því sendi slökkviliðið bíl með mengunarvarnarbúnaði á staðinn en Magni hífði hana upp áður en til þess kom. dagur@mbl.is