Ragnar H. Ragnar
Ragnar H. Ragnar
HINIR árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða haldnir í Hömrum á Ísafirði á morgun, sunnudag, kl. 15.
HINIR árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða haldnir í Hömrum á Ísafirði á morgun, sunnudag, kl. 15. Tónleikarnir eru með miklum hátíðarbrag, en þar kemur fram Kammersveitin Ás, sem lagt hefur áherslu á tónlist frá barokktímanum og leikur á upprunaleg hljóðfæri. Á efnisskrá eru tvær kantötur og Brandenborgarkonsert nr. 6 eftir Bach, Svíta nr. 7 eftir J.C.F. Fischer og Kvintett op. 39 nr. 3 eftir Boccherini. Aðgangseyrir er 1.500 kr., 1.000 kr. fyrir lífeyrisþega en ókeypis fyrir skólafólk 20 ára og yngra.