Ástráður Haraldsson
Ástráður Haraldsson
Athyglisverð frétt birtist í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var sagt frá því að undanfarið hefði kærunefnd jafnréttismála í vaxandi mæli komizt að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hefðu ekki verið brotin í málum, sem nefndin fær til umfjöllunar.

Athyglisverð frétt birtist í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var sagt frá því að undanfarið hefði kærunefnd jafnréttismála í vaxandi mæli komizt að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hefðu ekki verið brotin í málum, sem nefndin fær til umfjöllunar.

Enginn sá ástæðu til að fagna þessu.

Meðal lögfræðinga og embættismanna sem fjalla um jafnréttismál er nú vaxandi kurr vegna þeirra úrskurða nefndarinnar sem fallið hafa nýlega,“ hét það í frétt Sjónvarpsins.

Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sagði í viðtali við fréttastofuna að kærunefndin virtist taka mið af „nokkrum“ dómum Hæstaréttar, þar sem rétturinn „játaði atvinnurekendum nokkurt svigrúm til mats á öðrum þáttum en menntun og starfsreynslu.“

Ættu atvinnurekendur ekki að taka mið af öðrum þáttum en varða menntun og starfsreynslu?

Það er hættulegur hugsunarháttur ef menn ganga út frá því að opinberar nefndir eigi alltaf að komast að sömu, réttu niðurstöðunni.

Hlutfall karla og kvenna í stjórnunarstöðum er ekki jafnt, en ekki er þar með sagt að jafnréttislög hafi verið brotin í öllum þeim tilvikum, þar sem karl var valinn í stöðu, en ekki kona – eða öfugt.

Kærunefnd jafnréttismála á að komast að niðurstöðu um hvort jafnréttislög hafi verið brotin, ekki þau hafi verið brotin.