Var í Kaupmannahöfn í nokkra daga í vikunni. Verðlagið þar er orðið ævintýralegt. Kippa af bjór í matvöruverslunum er jafn dýr og sums staðar dýrari en kippa af bjór í Ríkinu hér heima.

Var í Kaupmannahöfn í nokkra daga í vikunni. Verðlagið þar er orðið ævintýralegt. Kippa af bjór í matvöruverslunum er jafn dýr og sums staðar dýrari en kippa af bjór í Ríkinu hér heima. Vandfundinn er sá veitingastaður sem selur hálfs lítra bjór undir þúsund krónum íslenskum. Verð á mat og fatnaði er í sama dúr. Það setur að mér hroll að hugsa til þess að þessa dagana eru íslenskir kaupmenn að kaupa inn fyrir jólin og eru að senda jólavarninginn heim. Maður svitnar við að hugsa til verðhækkananna framundan hér heima.

Friðrik Hansen Guðmundsson

fhg.blog.is