*100 g magurt nautahakk *1 bolli fínt, saxað napa-kál *3 shiitake-sveppir, stilkarnir fjarlægðir og hattarnir skornir í þunnar sneiðar *½ búnt nira (kínverskur graslaukur), fínt saxað eða ½ bolli af fínt söxuðum graslauk *2 blaðlaukar, endar skornir af...
*100 g magurt nautahakk

*1 bolli fínt, saxað napa-kál

*3 shiitake-sveppir, stilkarnir fjarlægðir og hattarnir skornir í þunnar sneiðar

*½ búnt nira (kínverskur graslaukur), fínt saxað eða ½ bolli af fínt söxuðum graslauk *2 blaðlaukar, endar skornir af og laukurinn saxaður

* Salt og nýmalaður svartur pipar

*24 gyoza-hveitibollur (dumpling)

*2 msk canola-olía eða hrísgrjónaklíðsolía

*1 bolli sjóðandi vatn

* Saltskert sojasósa ásamt hrísgrjónaediki og sterkri piparolíu til að hafa á matarborðinu

Aðferð: Settu nautakjötið í stóra skál. Bættu káli, sveppum, nira og blaðlauk saman við. Kryddaðu með salti og nýmöluðum pipar. Notaðu hendurnar til að blanda hráefninu saman. Settu álpappír eða bökunarpappír á plötu. Fylltu svo litla skál af köldu vatni. Til að búa til hveitibollurnar skaltu setja tvær teskeiðar af fyllingu í miðjuna á hverju gyoza-deigi. Síðan skaltu bleyta fingurna og bera varlega á brúnirnar á gyoza-deiginu svo þær verði límkenndar. Brjóttu deigið saman þannig að samskeytin snúi upp. Lokaðu hveitibollunum varlega með því að þrýsta brúnunum varlega saman á milli fingranna. Leggðu síðan brúnirnar saman með sentimetra millibili og myndaðu sikk-sakk mynstur á brúninni þannig að samskeytin dragist saman og snúi öll upp. Settu hveitibolluna á ofnplötuna. Endurtaktu leikinn þar til allt hráefnið er búið. Taktu pönnu sem er bæði nógu stór og nægilega djúp til að rúma hveitibollurnar. Settu á hana tvær teskeiðar af olíu og kveiktu undir. Þegar olían er orðin vel heit skaltu lækka hitann og setja hveitibollurnar á pönnuna og láta samskeytin snúa upp. Steiktu hveitibollurnar þar til þær eru orðnar ljósbrúnar á botninum eða í um fjórar mínútur. Notaðu ekki lok á pönnuna. Helltu sjóðandi vatninu á pönnuna og gufusjóddu hveitibollurnar við miðlungshita í átta til tíu mínútur. Gættu þess að bæta við örlitlu vatni ef þess þarf eða þar til topparnir á hveitibollunum eru orðnir hálfgegnsæir og allt vatnið hefur gufað upp. Taktu fjóra diska og settu sex hveitibollur á hvern disk og láttu gullinn botninn snúa upp. Hver fær svo lítinn disk með kryddi þannig að hann geti búið til sína ídýfu sjálfur með því að blanda saman matskeið af sojasósu, skvettu af hrísgrjónaediki og nokkrum dropum af sterku piparolíunni.