Hafrannsókn Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn.
Hafrannsókn Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. — Morgunblaðið/Þorkell
HIÐ árlega haustrall Hafrannsóknarstofnunar, þegar stofnmælingar á botnfiski fara fram, hófst í gær en þá lagði rannsóknaskipið Árni Friðriksson úr Reykjavíkurhöfn. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson tekur einnig þátt í rallinu frá og með 1.

HIÐ árlega haustrall Hafrannsóknarstofnunar, þegar stofnmælingar á botnfiski fara fram, hófst í gær en þá lagði rannsóknaskipið Árni Friðriksson úr Reykjavíkurhöfn. Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson tekur einnig þátt í rallinu frá og með 1. október, en gert er ráð fyrir að það standi út október.

Kristján Kristinsson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, segir að um hefðbundið rall sé að ræða, en togað hefur verið á ákveðnum togstöðvum hringinn í kringum landið á hverju hausti síðan 1996.