Bernanke Ekkert gefið upp.
Bernanke Ekkert gefið upp.
KARSTEN Biltoft, deildarstjóri í danska seðlabankanum, segir bandaríska seðlabankann hafa átt frumkvæði að gjaldeyrisskiptasamningnum við bankann og að hann viti ekki betur en að sömu sögu sé að segja um hinar þjóðirnar sem eigi aðild að honum.

KARSTEN Biltoft, deildarstjóri í danska seðlabankanum, segir bandaríska seðlabankann hafa átt frumkvæði að gjaldeyrisskiptasamningnum við bankann og að hann viti ekki betur en að sömu sögu sé að segja um hinar þjóðirnar sem eigi aðild að honum. Þá sagðist hann ekki hafa hugmynd um af hverju íslenski seðlabankinn eigi ekki aðild að samkomulaginu.

Samkvæmt upplýsingum frá norska seðlabankanum var samningurinn sameiginleg ákvörðun landanna. Talsmaður sænska seðlabankans vísaði í fréttatilkynningu þegar Morgunblaðið óskaði eftir upplýsingum. Enginn gat upplýst af hverju ekki var samið við Seðlabanka Íslands.

„Seðlabankinn tjáir sig ekki um samskipti við aðra seðlabanka,“ sagði Dave Skidmore, hjá upplýsingasviði Seðlabanka Bandaríkjanna í gær þegar leitað var upplýsinga um það hvort seðlabankinn hefði haft samband að fyrra bragði við Seðlabanka Íslands um lánalínur eða hvort bankinn hefði verið í samskiptum við Seðlabanka Íslands að öðru leyti.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sá sér ekki fært að svara Morgunblaðinu í gær. camilla@mbl.is, thorbjorn@mbl.is