STJÓRN og forstjóri SPRON hafa verið kærð fyrir fjársvik og brot á lögum um meðferð innherjaupplýsinga að því er fram kom í 24 stundum í gær. Kærendur eru Árni Gunnarsson, Guðrún Árnadóttir og Vilhjálmur Bjarnason fyrir hönd Samtaka fjárfesta .

STJÓRN og forstjóri SPRON hafa verið kærð fyrir fjársvik og brot á lögum um meðferð innherjaupplýsinga að því er fram kom í 24 stundum í gær. Kærendur eru Árni Gunnarsson, Guðrún Árnadóttir og Vilhjálmur Bjarnason fyrir hönd Samtaka fjárfesta .

Kæran beinist gegn þeim sem sátu í stjórn SPRON á sumarmánuðum 2007. Þá seldu þrír stjórnarmenn stofnfjárhluti sína fyrir tvo til þrjá milljarða án þess að frá því væri greint opinberlega . Var þá búið að ákveða að breyta SPRON í hlutafélag og skrá á markað. bjorgvin@mbl.is