Bjartsýn Dóra María segir að ekki standi til að leggjast í vörn í dag.
Bjartsýn Dóra María segir að ekki standi til að leggjast í vörn í dag.
DÓRA María Lárusdóttir er engu minna bjartsýn fyrir leikinn gegn Frökkum en stallsystur hennar í landsliðinu og segir hún þann aukadag sem kvennalandsliðið fékk nú í Frakklandi fyrir leikinn mjög mikilvægan.
DÓRA María Lárusdóttir er engu minna bjartsýn fyrir leikinn gegn Frökkum en stallsystur hennar í landsliðinu og segir hún þann aukadag sem kvennalandsliðið fékk nú í Frakklandi fyrir leikinn mjög mikilvægan. „Venjulega fljúgum við á áfangastaði tveimur dögum fyrir landsleik en nú fengum við þrjá daga og það er áberandi hvað það gerir okkur gott. Við komum náttúrlega úr öllum áttum og þekkjumst misvel og einn dagur aukalega við tækifæri sem þetta er bara ómetanlegt. Ég er sannfærð um að við náum markmiðinu okkar og Sigurður Ragnar þjálfari ætlar að reyna að koma franska liðinu á óvart og það er verður ekki um neinn varnarleik að ræða af okkar hálfu eins og kannski væri eðlileg taktík í leik sem þessum þar sem jafntefli dugir til af okkar hálfu.“ albert@mbl.is