TINNA Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili gerði sér lítið fyrir og náði draumahöggi allra kylfinga á háskólamóti sem fram fór í Oregon-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn þriðjudag.

TINNA Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili gerði sér lítið fyrir og náði draumahöggi allra kylfinga á háskólamóti sem fram fór í Oregon-ríki í Bandaríkjunum síðastliðinn þriðjudag.

Högginu náði Tinna á braut sem er um 142 metra löng og notaði hún sjö járn til þess að koma kúlunni í holuna í einu höggi.

Tinna keppir fyrir háskóla í San Francisco, USF. Hún lék alls 54 holur í mótinu á 234 höggum, eða átján höggum yfir pari, og endaði í nítjánda sæti.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Tinna nær að fara holu í höggi.