Skólatöskudagar Björg Jónína Gunnarsdóttir sýnir börnunum í 2. SS í Engjaskóla réttu leiðina við að bera skólatöskuna.
Skólatöskudagar Björg Jónína Gunnarsdóttir sýnir börnunum í 2. SS í Engjaskóla réttu leiðina við að bera skólatöskuna. — Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í vikunni hafa iðjuþjálfar sótt flesta grunnskóla heim í tilefni af Skólatöskudögum. Nemendur hafa þá verið fræddir um rétta notkun á skólatöskum og líkamsbeitingu.

Í vikunni hafa iðjuþjálfar sótt flesta grunnskóla heim í tilefni af Skólatöskudögum. Nemendur hafa þá verið fræddir um rétta notkun á skólatöskum og líkamsbeitingu. En þar sem iðjuþjálfum gafst ekki tækifæri til að fara í alla bekki geta þeir krakkar sem ekki hlutu fræðslu lært um það hér hvernig nota á skólatöskuna rétt.

Notum skólatöskuna rétt

Skólataskan spilar stórt hlutverk hjá börnum. Mikilvægt er að vita hvaða áhrif það getur haft á líkamann ef að við notum hana ekki rétt. Við eigum bara einn líkama og þess vegna verðum við að byrja strax að hugsa vel um hann.

Hvað skiptir máli varðandi skólatöskuna?

1. Að pakka/raða í skólatösku.

2. Passið að taskan sé ekki meira en 10% af líkamsþyngd.

3. Setjið þyngstu hlutina sem næst bakinu og raðið þannig að hlutir séu stöðugir og renni ekki til.

4. Farið daglega yfir það sem er í töskunni og gætið þess að bera einungis þá hluti sem eru nauðsynlegir þann daginn.

5. Þá daga sem taskan er þung er betra að bera íþróttatöskuna í fanginu. Það minnkar álag á bakið.

6. Fáið aðstoð frá foreldrum við að stilla og raða í töskuna – þá eru minni líkur á óþægindum í baki.

Að velja og stilla skólatösku

1. Veljið rétta stærð af skólatösku sem passar vel á bakið. Neðsti hluti töskunnar má ekki vera neðar en 10 sm fyrir neðan mitti. Taskan má ekki vera breiðari en bakið því annars geta handleggirnir rekist í hana.

2. Alltaf skal nota báðar axlarólar. Ef taskan er á annarri öxlinni getur það valdið því að hryggsúlan sveigist og haft í för með sér sársauka og óþægindi.

3. Veljið skólatösku með vel bólstruðum axlarólum. Á herðasvæði og í hálsi eru margar æðar og taugar og ef axlarólar töskunnar þrýsta of mikið á þessi svæði getur það valdið sársauka og dofa í hálsi, handleggjum og höndum.

4. Stillið axlarólar þannig að taskan liggi þétt við bakið. Brjóst- og mittisól á alltaf að nota þannig að axlarólar sígi ekki niður af öxlum og til að þungi töskunnar dreifist jafnt á líkamann.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á www.ii.is.

Iðjuþjálfafélag Íslands