Konur í Bretlandi geta nú látið frysta egg sín án endurgjalds samþykki þær að gefa helminginn til para sem ekki geta eignast börn.

Konur í Bretlandi geta nú látið frysta egg sín án endurgjalds samþykki þær að gefa helminginn til para sem ekki geta eignast börn. Þetta þýðir í raun að framakonur, eða konur sem bíða eftir þeim rétta, geta frestað því að stofna fjölskyldu, að því er breskir fjölmiðlar greina frá.

Hingað til hafa konur getað látið frysta egg sín í læknisfræðilegum tilgangi, til dæmis vegna krabbameinsmeðferðar. Konur hafa einnig getað látið frysta egg gegn greiðslu upp á tæpa milljón íslenskra króna. Samkvæmt rannsóknum þola 90 til 95 prósent eggja kvenna frystingu. ibs