Siv Friðleifsdóttir
Siv Friðleifsdóttir
VELFERÐARNEFND Norðurlandaráðs leggur til að Norræn barnavog eða samræmingarstofnun sem fjalli um málefni barna og unglinga, sem sætt hafa ofbeldi, verði sett á laggirnar, svo og barnahús í öllum norrænu ríkjunum og á sjálfstjórnarsvæðunum.

VELFERÐARNEFND Norðurlandaráðs leggur til að Norræn barnavog eða samræmingarstofnun sem fjalli um málefni barna og unglinga, sem sætt hafa ofbeldi, verði sett á laggirnar, svo og barnahús í öllum norrænu ríkjunum og á sjálfstjórnarsvæðunum. Tillögur nefndarinnar miða að því að bæta stöðu barna sem sætt hafa ofbeldi á Norðurlöndum. Tillaga er gerð um að vogin fylgist með þróuninni og miðli upplýsingum og þekkingu á Norðurlöndum og á alþjóðavettvangi um ofbeldi og þær aðgerðir sem tiltækar eru hverju sinni.

„Við höfum fengið betri og ítarlegri upplýsingar um samhengið milli ofbeldis gegn börnum og heilsufars þeirra á fullorðinsaldri. Mjög algengt er að börn sem hafa verið beitt ofbeldi verði sjúklingar þegar þau fullorðnast,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður velferðarnefndarinnar.

Tillagan verður tekin fyrir á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í lok október.