Sigurður Þorbergsson
Sigurður Þorbergsson
TÓNLEIKARÖÐIN Kristallinn hefst í bókasal Þjóðmenningarhússins kl. 17 í dag, en yfirskriftin er „bandarískt brass“. Þá koma fram hljóðfæraleikararnir Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Einar St.

TÓNLEIKARÖÐIN Kristallinn hefst í bókasal Þjóðmenningarhússins kl. 17 í dag, en yfirskriftin er „bandarískt brass“. Þá koma fram hljóðfæraleikararnir Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Einar St. Jónsson á trompet, Emil Friðfinnsson á horn, Sigurður Þorbergsson á básúnu og Tim Buzbee á túbu. Þeir félagarnir kalla sig Sönglúðra lýðveldisins og koma stundum fram undir því heiti.

Miðaverð er 1.700 kr. en 8.670 kr. ef miðar eru keyptir á alla sex tónleikana. Miða má nálgast á sinfonia.is, í miðasölu sveitarinnar í Háskólabíói, eða við inngang. Nánar á thjodmenning.is.