Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 26. sept. Mun offita sliga heilbrigðiskerfið? Ef fram fer sem horfir mun ofþyngd þjóðarinnar sliga íslenskt heilbrigðiskerfi eftir nokkur ár. Í dag er talið að fimmti hver Íslendingur sé of þungur og það er í öllum...

Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 26. sept.

Mun offita sliga heilbrigðiskerfið?

Ef fram fer sem horfir mun ofþyngd þjóðarinnar sliga íslenskt heilbrigðiskerfi eftir nokkur ár.

Í dag er talið að fimmti hver Íslendingur sé of þungur og það er í öllum aldurshópum.

Það virðist vera eins og yfirvöld átti sig ekki á ástandinu sem mun koma, því vandamálið er rétt að byrja og það mun breiðast hratt út og kosta okkur alveg glás af peningum.

Ofþyngd er dauðans alvara og þá er ég ekki eingöngu að tala um fituna sjálfa heldur alla þá fylgikvilla sem fylgja offitu. Það hljóta flestir að átta sig á því að líkami okkar er byggður fyrir ákveðna stærð og þegar stærð okkar verður meiri en líffærin ráða við lætur líkaminn í sér „heyra“, það gerir hann svo í formi sjúkdóma.

Það verður að takast á við þessa þróun og það strax.

gudruntora.blog.is