Gísli Halldórsson
Gísli Halldórsson
ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að styttan af Gísla Halldórssyni, arkitekt og fyrrum borgarfulltrúa og forseta ÍSÍ, verði flutt nær höfuðstöðvum ÍSÍ við Engjaveg 2.

ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að styttan af Gísla Halldórssyni, arkitekt og fyrrum borgarfulltrúa og forseta ÍSÍ, verði flutt nær höfuðstöðvum ÍSÍ við Engjaveg 2. Erindið hefur verið rætt á fundum í íþrótta- og tómstundaráði og í skipulagsráði og hafa ekki verið gerðar athugasemdir við flutninginn.

Styttan af Gísla Halldórssyni hefur staðið sunnan við knattspyrnuvöllinn í Laugardalnum. Gísli er 94 ára gamall og teiknaði á sínum tíma flest íþróttamannvirki í dalnum. Það er mat forystu ÍSÍ að styttan af Gísla sé betur staðsett nær höfuðstöðvum ÍSÍ og verður hún í forgrunni bygginga höfuðstöðva Íþróttasambandsins. aij@mbl.is