KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands stóð fyrir málþingi í fyrradag þar sem rætt var um ábyrgð stjórnmálaflokka um uppröðun framboðslista með tilliti til jafnréttis.

KVENRÉTTINDAFÉLAG Íslands stóð fyrir málþingi í fyrradag þar sem rætt var um ábyrgð stjórnmálaflokka um uppröðun framboðslista með tilliti til jafnréttis.

Það var samróma álit málþingsins að hvetja stjórnmálaflokkana til að hafa kynjajafnrétti að leiðarljósi við uppröðun framboðslista fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, auk þess að hvetja Alþingi til að bregðast við því misræmi sem gætir í hlutfalli kynjanna á framboðslistum með því að taka til umfjöllunar þingsályktunartillögu Sivjar Friðleifsdóttur um aðgerðir til að auka hlut kvenna í stjórnmálum sem og önnur mál sem geta aukið þátttöku kvenna í stjórnmálum.