Guðmundur Steinarsson
Guðmundur Steinarsson
GUÐMUNDUR Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, sóknarmennirnir knáu í liði Keflavíkur, skrifuðu í gærkvöld undir nýja þriggja ára samninga við Suðurnesjaliðið sem í dag getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 35 ár.

GUÐMUNDUR Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, sóknarmennirnir knáu í liði Keflavíkur, skrifuðu í gærkvöld undir nýja þriggja ára samninga við Suðurnesjaliðið sem í dag getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 35 ár.Báðir eru þeir uppaldir hjá Keflavík og hafa spilað með liðinu megnið af sínum ferli.

Guðmundur er fyrliði Keflavíkurliðsins og flest bendir til þess að hann verði markakóngur Landsbankadeildarinnar í ár en fyrir lokaumferðina í dag hefur hann skorað 16 mörk, Björgólfur Takefusa, KR, kemur næstur með 14 og Tryggvi Guðmundsson, FH, er í þriðja sæti með 12 mörk en Tryggvi tekur út leikbann í leiknum gegn Fylki í dag.

Magnús hefur skorað 5 mörk fyrir Keflavík í sumar en hann skoraði bæði mörk liðsins í 3:2 tapi gegn FH um síðustu helgi.

gummih@mbl.is