Hamman í klípu. Norður &spade;K52 &heart;107 ⋄ÁKDG64 &klubs;73 Vestur Austur &spade;Á9 &spade;G108643 &heart;KD62 &heart;954 ⋄75 ⋄1083 &klubs;KD654 &klubs;2 Suður &spade;D7 &heart;ÁG83 ⋄92 &klubs;ÁG1098 Suður spilar 3G.

Hamman í klípu.

Norður
K52
107
ÁKDG64
73
Vestur Austur
Á9 G108643
KD62 954
75 1083
KD654 2
Suður
D7
ÁG83
92
ÁG1098
Suður spilar 3G.

Þrátt fyrir opnun suðurs á eðlilegu laufi valdi Bob Hamman að spila út litlu laufi frá hjónunum fimmtu. Það var illa heppnað. Norðmaðurinn Boye Brogeland fékk þannig ódýran slag, en líka mikilvægar upplýsingar. Spilið er frá Buffett-bikarnum. Hamman hafði sagt 1 við 1, þannig að Boye hafði glögga mynd af spilinu. Eftir útkomuna eru tíu slagir öryggir, en Boye náði þeim ellefta þannig: Hann tók slag á tígul og spilaði síðan K. Besta vörn vesturs er að drepa og spila tígli, en þá var hugmynd Boye að taka tíglana og skilja eftir D, Á og ÁG10 heima. Spaði á drottninguna átti síðan að afgreiða Hamman – ef hann fer niður á eitt hjarta og KDx er Á tekinn og millilaufi spilað. En þessi ráðagerð fór fyrir lítið, því Hamman gaf 11. slaginn strax með því að spila K.