LÖGREGLUNNI á Selfossi var í gærkvöldi tilkynnt um þrjú innbrot í sumarbústaði. Sumarbústaðirnir eru í Reykjaskógi, Grímsnesi og skammt norðan við Laugarvatn. Að sögn lögreglunnar var litlu stolið í hverju innbroti og lítið skemmt.

LÖGREGLUNNI á Selfossi var í gærkvöldi tilkynnt um þrjú innbrot í sumarbústaði. Sumarbústaðirnir eru í Reykjaskógi, Grímsnesi og skammt norðan við Laugarvatn. Að sögn lögreglunnar var litlu stolið í hverju innbroti og lítið skemmt.

Ekki er talið að um sömu innbrotsþjófana hafi verið að ræða en misjafnt var hvernig brotist var inn í bústaðina. Ýmist voru rúður brotnar eða gluggar spenntir upp. Þá er ekki talið að þjófarnir hafi hafst lengi við í bústöðunum heldur drifið sig inn og aftur út.

Meðal þess sem var stolið úr bústöðunum var sjónvarp og áfengi en algengt er að í innbrotum sé aðeins stolið því sem auðvelt er að losna við og koma í verð. Fyrr í vikunni var tilkynnt um innbrot í tvo bústaði í Grafningnum.

Málin eru í rannsókn hjá lögreglunni sem vill beina þeim tilmælum til sumarbústaðaeigenda að gæta vel að bústöðum sínum og hafa auga með bústöðum nágranna sinna líka. ylfa@mbl.is