TVEIR leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í gær. Afturelding bar sigurorð af Fjölnismönnum í Grafarvogi, 29:23, og ÍR-ingar gerðu góða ferð á Selfoss þar sem þeir lögðu heimamenn, 35:30.

TVEIR leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í gær. Afturelding bar sigurorð af Fjölnismönnum í Grafarvogi, 29:23, og ÍR-ingar gerðu góða ferð á Selfoss þar sem þeir lögðu heimamenn, 35:30.

,,Þetta var mjög góður sigur hjá strákunum og ég var virkilega ánægður með leik þeirra. Ég er með mjög ungt lið í höndunum en við höfðum undirtökin allan tímann og sigur okkar var mjög verðskuldaður,“ sagði Andrés Gunnlaugsson, þjálfari ÍR-inga, við Morgunblaðið eftir leikinn en ÍR-ingar hafa unnið báða sína leiki eins og Afturelding.

Brynjar Steinarsson var markahæstur ÍR-inga með 12 mörk og Jónatan Vignisson skoraði 8 en hjá Selfyssingum voru Michal Dostaliko og Guðmundur Ólafsson með 7 mörk hver. gummih@mbl.is