NORSKI olíusjóðurinn gæti tapað allt að 136 milljörðum króna á gjaldþroti Washington Mutual bankans. Sjóðurinn hefur þegar tapað háum fjárhæðum á hruni fjármálastofnanna vestanhafs, meðal annars vegna gjaldþrots Lehman fjárfestingarbankans.

NORSKI olíusjóðurinn gæti tapað allt að 136 milljörðum króna á gjaldþroti Washington Mutual bankans. Sjóðurinn hefur þegar tapað háum fjárhæðum á hruni fjármálastofnanna vestanhafs, meðal annars vegna gjaldþrots Lehman fjárfestingarbankans. Í frétt á vef e24 kemur fram að hlutafé sjóðsins í WaMu hafi verið um 2,8 milljarðar íslenskra króna. Mestur hluti mögulegs taps er þó fólginn í skuldabréfum gefnum út af WaMu sem sjóðurinn átti. Virði þeirra er rúmir 130 milljarðar króna. camilla@mbl.is