Icelandic Water Holdings ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Jóns Ólafssonar, sonar hans Kristjáns og bandaríska fyrirtækisins Anheuser-Busch, gangsetti í gær nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Verksmiðjan er um 6.

Icelandic Water Holdings ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Jóns Ólafssonar, sonar hans Kristjáns og bandaríska fyrirtækisins Anheuser-Busch, gangsetti í gær nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Verksmiðjan er um 6.700 fermetrar að stærð og mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljóna lítra af vatni á ári, að því er segir í fréttatilkynningu.

Verksmiðjan er búin orkustjórnunarkerfi til að halda áhrifum á umhverfi og náttúru í lágmarki.

Framleiðslusalir verksmiðjunnar verða hvor um sig tvö þúsund fermetrar, líkt og lagerhúsnæðið. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ræsti verksmiðjuna ásamt feðgunum Jóni og Kristjáni. mh