Hráefni: *400 g rúgbrauð *75 g sykur *75 g smjör *60 g súkkulaði *250-500 g rjómi *60 g berjamauk Aðferð: Hörðustu börðin eru skorin af brauðinu og það rifið sundur með járni eða mulið milli handanna þannig að það verði að fínni mylsnu.

Hráefni:

*400 g rúgbrauð

*75 g sykur

*75 g smjör

*60 g súkkulaði

*250-500 g rjómi

*60 g berjamauk

Aðferð:

Hörðustu börðin eru skorin af brauðinu og það rifið sundur með járni eða mulið milli handanna þannig að það verði að fínni mylsnu. Sykurinn og smjörið er brúnað ljósbrúnt ásamt brauðinu. Á meðan þarf að hræra stöðugt í og líka á meðan það er að kólna, svo að það renni ekki saman og brauðið verði smátt. Súkkulaðið er skafið niður. Síðan er látið eitt lag af brúnuðu brauðinu í glerskál og annað af súkkulaði en það á að vera miklu þynnra.

Skálin er fyllt með nokkrum lögum af súkkulaði og brúnaða brauðinu (á víxl). Inn á milli laganna má dreifa berjamaukinu.

Rjóminn er stífþeyttur og látinn ofan á og skreyttur með berjamauki hér og hvar.

Borið á borð í glerskál með skeið í og borðað sem ábætir.