<h4>Prílað í frímínútum</h4>UNG skólastelpa í Austurbæjarskóla fann sér vænt tré í frímínútunum og klifraði óhrædd þrátt fyrir mikið rok og rigningu.

Prílað í frímínútum

UNG skólastelpa í Austurbæjarskóla fann sér vænt tré í frímínútunum og klifraði óhrædd þrátt fyrir mikið rok og rigningu. — Morgunblaðið/Valdís Thor
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þekkir einhver myndina? ÉG hef mynd undir höndum frá fyrri tíð og langaði að athuga hvort einhver þekki staðhætti, það er að segja verkstæðið. Ég reikna ekki með að menn þekkist því langt er um liðið, en hugsanlega er þetta verkstæðið hjá Kr.

Þekkir einhver myndina?

ÉG hef mynd undir höndum frá fyrri tíð og langaði að athuga hvort einhver þekki staðhætti, það er að segja verkstæðið. Ég reikna ekki með að menn þekkist því langt er um liðið, en hugsanlega er þetta verkstæðið hjá Kr. Siggeirssyni, sem var til húsa í bakhúsi á Laugavegi 13.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um þessa mynd eru beðnir að hafa samband við Kristin Tryggvason í síma 557-1711 eða á netfangið: oaoa@isl.is.

Víða okur

MIG langar að segja frá því að ég fór í sjoppu á dögunum og ætlaði að kaupa mér eina hálfs lítra appelsín í plastflösku, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað þessi hálfi lítri kostaði hvorki meira né minna en 250 kr. Mér blöskraði svo að ég fékk mig ekki til að borga slíka upphæð fyrir annað eins smáræði, því mér finnst þetta alveg ótrúlegt okur og langar bara að biðja fólk að vera vakandi fyrir slíku okurverðlagi.

Orri.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is