— AP
ÞESSI mynd, sem er að vísu aðeins tölvugerð, var birt opinberlega í fyrradag en hún sýnir risavaxna, þríhyrnda byggingu, sem á að rísa í París. Í henni eiga að vera skrifstofur og verslanir á ótal hæðum en alls verður húsið 211 metra hátt.

ÞESSI mynd, sem er að vísu aðeins tölvugerð, var birt opinberlega í fyrradag en hún sýnir risavaxna, þríhyrnda byggingu, sem á að rísa í París. Í henni eiga að vera skrifstofur og verslanir á ótal hæðum en alls verður húsið 211 metra hátt. Höfundar þess eru svissnesku arkitektarnir Jacques Herzog og Pierre de Meuron en þeir teiknuðu meðal annars Hreiðrið, aðalleikvanginn á Ólympíuleikunum í Peking.

Áætlað er, að húsið verði risið og fullklárað einhvern tíma á árinu 2014 og margir spá því, að það eigi eftir að verða jafnmikið kennileiti í borginni og Eiffelturninn.