Skipulagsráð er með til meðferðar breytingar á deiliskipulagi á svokölluðum Hljómalindarreit, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg.

Skipulagsráð er með til meðferðar breytingar á deiliskipulagi á svokölluðum Hljómalindarreit, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfisgötu og Smiðjustíg. Í greinargerð kemur fram að á svæðinu verði verslanir, skrifstofur, veitingastaður og sjö hæða hótel. Einnig er gert ráð fyrir stóru torgi eða garði inn á milli húsanna, sem verði skjólgott og sólríkt rými. Alls verða fimm inngönguleiðir á torgið. Hugmyndir eru uppi um að torgið verði upphitað.

Á myndinni hér að ofan sést hótelið frá Hverfisgötu. 4