Verðmætur Pablo Picasso.
Verðmætur Pablo Picasso.
MÁLVERKIÐ Arlequin eftir spænska listamanninn Pablo Picasso verður boðið upp í New York í nóvember.

MÁLVERKIÐ Arlequin eftir spænska listamanninn Pablo Picasso verður boðið upp í New York í nóvember. Verkið er talið eitt það merkasta eftir Picasso og er búist við að það seljist fyrir að minnsta kosti 30 milljónir dollara – um þrjá milljarða íslenskra króna.

Verkið hefur ekki komið fyrir sjónir almennings í 45 ár, en það var í eigu listamannsins Enrico Donati sem lést fyrr á þessu ári, 99 ára að aldri.

Emmanuel Di-Donna hjá Sotheby's uppboðshaldaranum segir að þarna sé á ferðinni eitthvert merkasta verk kúbismans sem nokkru sinni hefur verið selt á opnum markaði. „Alþjóðlegir safnarar hafa ekki fengið annað eins tækifæri til þess að berjast um eitt af bestu verkum Picassos síðan Sotheby's bauð Dora Maar au chat upp,“ segir Di-Donna og vitnar þar til annars verks eftir Picasso sem seldist fyrir 95 milljónir dollara, rúma níu milljarða króna, árið 2006.